Íslenskir verkfræðingar fá aukna samkeppni í Noregi

Samdráttur í olíuiðnaði í Noregi losar um verkfræðinga.
Samdráttur í olíuiðnaði í Noregi losar um verkfræðinga. mbl.is/Þorkell

Vísbendingar eru um að niðursveiflan í norskum olíuiðnaði sé farin að hafa áhrif á verkefnastöðu íslenskra verkfræðinga í Noregi.

Þetta segir Árni Björn Björnsson, framkvæmdastjóri Verkfræðingafélags Íslands og Tæknifræðingafélags Íslands, þegar hann er spurður um stöðuna hjá verkfræðingum og tæknifræðingum á Íslandi.

Árni Björn bendir á að um 40% af umsvifum íslenskra verkfræðistofa séu erlendis og að 90% þeirra umsvifa séu í Noregi. Hann óttast að nú sé „svikalogn“ hjá verkfræðingum og að framundan séu uppsagnir vegna minnkandi umsvifa erlendis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert