Búast má við gasmengun

Eldgosið í öllu sínu veldi.
Eldgosið í öllu sínu veldi. mbl.is/Rax

Búast má við gasmengun í dag frá Holuhrauni víða á norðaustanverðu landinu. Á morgun berst mengunin suður og suðaustur af eldstöðvunum. Veðurstofa telur þó ekki ástæðu til að fólk grípi til sérstakra varúðarráðstafana.

Að sögn Veðurstofu mældist nokkur styrkur í gasmengun í gærkvöldi frá Höfn og norður á Djúpavog en svo virðist sem dreifst hafi úr menguninni í dag og hún minnkað. 

Kort af dreifingu mengunarinnar má sjá á vefsvæði Veðurstofunnar. Hægt er að fylgjast með sjálfvirkum mælingum á loftgæðum á vef Umhverfisstofnunar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert