Frábært skíðafæri um allt land

Frá skíðasvæðinu á Siglufirði
Frá skíðasvæðinu á Siglufirði Ljósmynd/ Egill Rögnvaldsson

Gott skíðafæri er um allt land í dag.

Skálafell verður opið í dag frá 10-17 og sama tíma verður opið í Bláfjöllum. Á heimasíðu skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli segir að nýfallinn snjór liggi yfir öllu og að í eins frábæru færi og nú sé til staðar sé engin afsökun fyrir því að hanga heima. Göngubraut verður opnuð klukkan 10.

Svipaðar fréttir fékk mbl.is frá Siglufirði þar sem er troðinn þurr snjór og léttskýjað. Opið verður frá 11 til 16 og gert er ráð fyrir að göngubraut verði tilbúin um 13. Á Akureyri er einnig gott færi en þar verða 15 skíðaleiðir opnar frá 10 til 16.

Skíðasvæðið í Tindastóli verður opið í dag frá kl. 11 til 16. Þar hefur bætt í snjóinn svo hægt er að skíða frá toppnum á lyftunni niður að þjóðvegi í frábæru færi. 

Í Oddsskarði er einnig gott færi og opið frá 11 til 15. Á skíðasvæðinu í Stafdal er síðan hæglætisveður og opið frá 10 til 16. Frá Ísafirði er það að segja að í Tungudal er opið frá 10 til 16 og í Seljalandsdal verður opið frá 11. Skíðasvæðið í Tindastóll verður opið í dag frá kl 11 til 16.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert