Gímald blasir við Hólmvíkingum

Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson

Rútan með framhaldsskólanemana er komin til Hólmavíkur en bráðabirgðaviðgerð á Djúpvegi, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar, er lokið. Hins vegar er unnið að því að fylla upp í gímald sem blasir við Hólmvíkingum, skammt sunnan við Hólmavík og vegurinn því enn lokaður þar.

Að sögn Sverris Guðbrandssonar, verkstjóra hjá Vegagerðinni á Hólmavík, þá er skarðið mjög djúpt eða eins og hann lýsti því fyrir blaðamanni: „Það er gímald.“ 

Sverrir á ekki von á því að það takist að opna veginn fyrr en síðdegis hið fyrsta en nú er verið að moka upp undir þar sem ræsið á að vera og þegar þeim mokstri lýkur verður hægt að setja upp ræsi á nýjan leik en það er talsvert verk. Hann segir að þetta verði aðeins bráðabirgðaviðgerð að sinni en þannig að það verði hægt að aka þessa leið.

 Að sögn Jóns Halldórssonar, landspóst á Hólmavík er þetta í annað skiptið sem vegurinn rofnar á nákvæmlega sama stað en árið 1993 breyttist þessi saklausi bæjarlækur einnig í stórfljót. Vegurinn er í sundur í um fimm hundruð metra fjarlægð frá Hólmavík, skammt frá kirkjugarðinum. 

Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
Hólmavík
Hólmavík Sigurður Bogi Sævarsson
Sverrir Guðbrandsson
Sverrir Guðbrandsson mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt …
Djúpvegur fór í sundur á tveimur stöðum í gær: Rétt fyrir sunnan Hólmavík ( við Skeljavík) og Staðardalnum, við gatnamót Djúpvegar og Drangsnesvegar. Ljósmynd Jón Halldórsson
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka