Tíu greindust með HIV-smit

Áhersla er lögð á að allir sem eru smitaðir fái …
Áhersla er lögð á að allir sem eru smitaðir fái öfluga meðferð. mbl.is/afp

Tíu einstaklingar greindust með HIV-smit á Íslandi árið 2014 og þar af átta erlendir einstaklingar, sem höfðu áður greinst annars staðar.

Tveir íslenskir karlmenn greindust með HIV-smit í fyrra, en í hópi útlendinganna voru tvær konur. Árið 2010 greindust 24 einstaklingar, 23 árið 2011, 20 árið 2012 og 11 árið 2013.

Haraldur Briem sóttvarnalæknir segir að á árunum 2010 til 2012 hafi verið hópsýking á meðal fíkniefnaneytenda en aðeins einn af tíu smituðum í fyrra hafi tengst fíkniefnaneyslu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert