Rýmið minna en talið var

Verslunarrými á hvern Íslending er minna en áður var talið.
Verslunarrými á hvern Íslending er minna en áður var talið. mbl.is/Ómar Óskarsson

„Iðulega, ekki síst í pólitískri umræðu, höfum við þurft að sæta að okkar mati ósanngjörnum ásökunum um óhagkvæmni verslunar á Íslandi hvað varðar fermetrafjölda.“

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu í Morgunblaðinu í dag. Samtökin létu Capacent gera úttekt á stærð verslunarrýmis á Íslandi og eru niðurstöðurnar aðrar en í skýrslu ráðgjafafyrirtækisins McKinsey sem fyrirtækið gaf út um Ísland 2012.

Í skýrslu McKinsey kom fram að verslunarfermetrar á hvern íbúa á landinu séu 4,1. Í úttekt Capacent, sem aðeins tók til matvöruverslana, kemur fram að verslunarfermetrar séu tæplega 3,1 á hvern íbúa hér á landi, samanborið við Noreg þar sem talan er tæplega 4,9. Þar er meðalstærð matvöruverslana 671 fermetri en hér er hún 618.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert