Sími kemur ekki í stað samveru

Kvíabryggja.
Kvíabryggja. Morgunblaðið/Gunnar Kristjáns

Aðgangur að síma og tölvu kemur ekki í stað samverustunda eða þeirrar staðreyndar að allt það sem við sáum um saman hvílir nú á herðum konu minnar. Þetta segir ritstjórnarfulltrúi Afstöðu í pistli um Kvíabryggju.

Í pistlinum segir ritstjórnarfulltrúinn það greinilegt að almennt viðhorf almennings til Kvíabryggju sé að það sé hvíld og munaður sem einkenni afplánun dóma þar. „Málaflutningur þessa hóps einkennist af mikilli heift og oft er ekki annað að sjá en að einlægur vilji sé fyrir því að fangar þjáist, eða að minnsta kosti hafi það sem verst.“

Frétt mbl.is: Ólafur hafið afplánun

Hann segir að frelsissviptingu fylgi þjáning. „Fyrir mitt leyti kemur aðgangur að síma ekki í staðin fyrir samverustundir með fjölskyldu minni. Ferskt sveitaloftið gerir þá staðreynd, að fjölskyldan mín líður skort án einu fyrirvinnunnar, ekki ásættanlegri. Það að ég hafi aðgang að tölvu gerir tilhugsunina um að á herðum konunnar minnar hvílir allt það sem við sáum áður um saman ekki bærilegri. Mætti bæta hér við skuldum og reikningum sem bíða mín þegar ég losna því að aðstoðin við fanga í þeim málefnum er engin.“

Hann segir að þrátt fyrir að aðbúnaður hans sé betri á Kvíabryggju en í öðrum fangelsum landsins þá þurfi enginn að efast um að refsingin sé sjálfkrafa minni. „En möguleikar mínir á betrun eru líklega meiri.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka