Samningar renna út og sættir reyndar

mbl.is/Heiðar Kristjánsson

Fjörutíu og fimm kjarasamningar á almennum vinnumarkaði renna út á morgun ásamt á þriðja tug samninga á opinberum vinnumarkaði, þ.e. félaga í BHM og BSRB.

Samninganefndir Starfsgreinasambandsins (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) koma saman á sáttafundi í dag og segir Björn Snæbjörnsson, formaður SGS, að ef fundir reynist árangurslitlir muni þeir þrýsta á kröfur sínar með aðgerðum.

Í umfjöllun um samningamálin í Morgunblaðinu í dag segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, kaupmátt launa hafa aukist um 5% á síðasta ári. Aukinn kaupmáttur og stöðugleiki sé samtvinnað markmið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert