Veðrið í vetur það sem koma skal?

Margir eru orðnir þreyttir á sviptingum í veðri sem hafa leikið landsmenn grátt í vetur. En hefur veðrið í verið jafn slæmt og margur kynni að halda? Trausti Jónsson, veðurfræðingur, segir að illviðri hafi verið fleiri en á undanförnum árum en hugsanlega í meðallagi ef litið er til lengri tíma. 

mbl.is ræddi við Trausta um veðrið í vetur. Hann segir að desember, janúar og febrúar hafi samanlagt verið þeir köldustu frá árinu 2000 og vindhraðinn í febrúar sé sá mesti frá árinu 1989. Hinsvegar hafi veturinn í fyrra líka verið nokkuð kaldur og illviðrasamur og því sé hugsanlegt að landsmenn séu að fá forsmekkinn að nokkurra ára kuldaskeiði.

Í febrúar hefur úrkoma verið 50% meiri umfram meðallag í Reykjavík, 40% umfram meðallag á Akureyri og sólskinsstundir verið fáar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert