Enginn látist í umferðarslysi í sex mánuði

Hálft ár er frá síðasta banaslysi í umferðinni.
Hálft ár er frá síðasta banaslysi í umferðinni. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag eru liðnir sex mánuðir frá því að banaslys varð í umferðinni hér á landi, eða frá því 28. ágúst sl.

Steinþór Jónsson, formaður FÍB, segir að minnkandi dánartíðni í umferðarslysum undanfarin ár megi þakka samhentu átaki lögreglu, Vegagerðarinnar, Samgöngustofu, FÍB og annarra sem tengjast umferðaröryggismálum.

„Í þessu samhengi má líka benda á að læknar eru oft að bjarga fleirum úr slysum en áður, auk þess sem bílarnir eru orðnir betri,“ segir Steinþór í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert