BBC fjallar ítarlega um bjórbannið

Í dag eru 26 ár síðan bjórdrykkja var leyfð samkvæmt …
Í dag eru 26 ár síðan bjórdrykkja var leyfð samkvæmt í lögum hér á landi. AFP

Tímarit breska ríkisútvarpsins birtir í dag ítarlega umfjöllun um bjórbannið á Íslandi sem var við lýði frá árinu 1915 til ársins 1989. Farið er yfir ástæður bannsins auk þess sem fjallað er um þá stjórnmálamenn sem stuðluðu að því að banninu var að lokum aflétt.

Þá er einnig rætt við sagnfræðinginn Unnar Ingvarsson sem var 21 árs árið 1989. „Það var stórt teiti þennan dag. Ég og vinur minn keyptum hvor um sig eina kippu af bjór. Við náðum að klára þá hratt og fórum þá á barinn þar sem við drukkum inn í nóttina. Stúlka sem hafði búið í Ástralíu kenndi okkur þá drykkjuleiki - við töpuðum augljóslega.“

Sjá umfjöllun BBC: Why Iceland banned beer

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert