Drúídar tóku forystuna í Mottumars

Sumum vex minna skegg en öðrum. „Stráningurinn“ er fullkominn fyrir …
Sumum vex minna skegg en öðrum. „Stráningurinn“ er fullkominn fyrir þá, enda krefst hann lágmarks sprettu og viðhalds.

Drúídar á Íslandi hafa tekið forystuna í áheitakeppni Mottumars en fyrsta dag keppninnar hefur reglan safnað 54 þúsund krónum. Takmark Drúídreglunnar er að ná 600 þúsund krónum og hefur hún því farið ansi vel af stað.  Alls hafa safnast rétt rúmlega 200 þúsund krónur þegar fyrsti dagur er að kvöldi kominn.

Mottumars er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum en árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi. Átak Mottumars er tvíþætt; bæði sem árveknis- og fjáröflunarátak. Þeir fjármunir sem safnast í átakinu eru notaðir í forvarnir, fræðslu, ráðgjöf og rannsóknir.

Sem áður segir eru Drúídar á Íslandi í forystusætinu en á Mottumarssíðu þeirra segir: „Í stúkum okkar hittast félagar úr ýmsum þjóðfélagshópum og á öllum aldri. Stúkubræður bindast sterkum böndum og styðja hvorn annan.

Facebooksíða Mottumars

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert