Túristar hunsa fyrirmæli

Ferðamenn við Gullfoss á góðum degi.
Ferðamenn við Gullfoss á góðum degi. mbl.is/Golli

Talsvert er um að ferðamenn sem heimsækja Geysi óhlýðnist þeim reglum sem gilda á svæðinu. Þetta segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélags Geysis.

Hann segir ekki hægt að aðhafast neitt varðandi bætt öryggi á svæðinu meðan það sé hvorki vilji hjá ferðaþjónustunni né í samfélaginu til þess að borga fyrir aukna þjónustu, þangað til séu ferðamenn á sínum eigin vegum.

„Á meðan enginn vill borga fyrir það þá verður þetta ástand svona óbreytt. Við vildum gjarnan gera betur og við reyndum það með þeim afleiðingum sem þekktar eru,“ segir Garðar í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þá sem starfa í ferðaþjónustunni ekki geta borið ábyrgð á ferðamönnum sem hagi sér á fífldjarfan og ábyrgðarlausan hátt líkt og dæmin sanna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert