Aðeins tveir smábátar sóttu í síldina

Á síldveiðum í Kolgrafafirði.
Á síldveiðum í Kolgrafafirði. mbl.is/Helgi Bjarnason

Síldveiðar smábáta gengu illa í haust og vetur og var aflinn aðeins um 50 tonn. Ólíku er saman að jafna við uppgripin veturinn 2013/14 þegar síldarafli smábáta varð 801 tonn.

Tveir bátar stunduðu veiðarnar í vetur, en á fjórða tug báta í fyrravetur og hefðu við frjálsar veiðar getað veitt mun meira,“ eins og það er orðað á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Formlega lauk síldveiðum smábáta á yfirstandandi fiskveiðiári 18. febrúar er sjávarútvegsráðuneytið gaf út reglugerð sem bannaði allar veiðar innan brúar í Kolgrafafirði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert