Almennir lögreglumenn vopnuðust

Rannsóknarlögreglumaður við Aðaltjörn
Rannsóknarlögreglumaður við Aðaltjörn Mbl.is/Malín

„Við vopnum lögregluna okkar í svona málum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi. Sér­sveit rík­is­lög­reglu­stjóra var kölluð út fyr­ir há­degið í dag til að aðstoða lög­regl­una á Sel­fossi en lögreglu barst tilkynning um konu sem miðaði skammbyssu að manni á Selfossi.

Frétt mbl.is: Sérsveitin yfirbugaði konuna

„Það er til að tryggja ástand og gæta öryggis borgaranna á meðan við bíðum eftir sérsveitinni,“ segir Sveinn. 

Hann segir konuna hafa komið út áður en lögregla náði að hafa samband við hana. „Hún kom út áður en við náðum að hafa beint samband við hana þannig að hún kom bara með okkur út og engin vandamál,“ segir Sveinn.

Aðspurður segir Sveinn konuna ekki hafa verið undir áhrifum lyfja heldur eigi hún við veikindi að stríða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert