Kanna dularfullan ljósagang

TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar.
TF-SYN, þyrla Landhelgisgæslunnar. mynd/Landhelgisgæslan

Dulafullur ljósagangur hefur verið yfir Skálafellsjökli í Vatnajökli í kvöld. Nokkrir aðilar frá Höfn hafa haft samband við Landhelgisgæsluna vegna ljósanna þar sem þau þykja minna á svifblys.

Gæti verið að þarna sé á ferð fólk í háska sem notar neyðarblys til að gera vart við sig og verður því þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið yfir svæðið til að athuga hvort ástæða ljósagangsins finnist.

Leitarflug inn að skálafellsjökli í vatnajökli, dularfullur ljósagangur, spurning hvort það gæti verið neyðarblys

Eins og mbl.is greindi frá fyrr í kvöld sóttu björgunarsveitarmenn erlenda ferðamenn upp á Vatnajökul fyrr í dag sem ekki höfðu getað haldið áfram för sinni yfir jökulinn að Grímsvötnum. Tveir komu með niður en tveir héldu ferðinni áfram en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni hefur verið útilokað að ljósagangurinn stafi frá þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert