Lögbannskröfunum hafnað

Kastljós
Kastljós
Sýslumaður höfuðborgarsvæðisins hefur hafnað tveimur lögbannskröfum vegna umfjöllunar í Kastljósi í kvöld. Þessu greinir frá á vef Ríkisútvarpsins en þar segir að önnur lögbannskrafan hafi komið frá einstaklingi og hin frá fyrirtæki.
Lögbannskrafan hafði byggt á grundvelli þess að myndefnið sem Kastljós hyggst sýna var tekið upp án vitneskju þeirra sem þar koma fyrir og að samskipti hafi verið slitin úr samhengi.

„Í þætti kvöldsins verður fjallað um hversu langt  sölumenn eru tilbúnir að ganga til að selja varning sem ekki er viðurkenndur. Þessi tæki, tól og efni standast oft enga vísindalega skoðun en eru engu að síður seld með þeim orðum að þau geti stuðlað að bata,“ segir í frétt Rúv. 

Myndefnið sem umræðir var tekið upp að ósk Guðjóns Sigurðssonar, formanns MND -félagsins og sýnir hann eiga samskipti við sölumann sem reynir að selja honum jónað vatn og jarðtengingaról. Þá notaði sölumaðurinn jafnframt pendúl til að greina hvernig stilla ætti orkuflæðið í líkama Guðjóns.

Frétt mbl.is:

Vill lögbann á umfjöllun Kastljóss

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert