Óvissa um Íslandslegginn

Emerald Networks ráðgerir að leggja nýjan gagnaflutningsstreng milli Bandaríkjanna og …
Emerald Networks ráðgerir að leggja nýjan gagnaflutningsstreng milli Bandaríkjanna og Evrópu. Mynd/emeraldnetworks.com

Mikil óvissa er um hvort hugmyndir um sæstreng frá Íslandi til Bandaríkjanna verði að veruleika en áform hafa verið um tengingu við streng Emerald Networks á milli Írlands og Bandaríkjanna.

Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er fyrirtækið hætt við þessi áform og hafa nýir aðilar tekið við því verkefni að leggja streng frá Írlandi til Bandaríkjanna.

Júlíus Sólnes verkfræðiprófessor aðstoðaði einn stofnenda Emerald Networks, Sighvat Pétursson í Houston í Bandaríkjunum, við að afla fylgis við streng til Íslands meðal stjórnvalda og fjárfesta. Það gekk ekki eftir og í samtali við Morgunblaðið í dag gagnrýnir Júlíus stjórnvöld harðlega fyrir áhugaleysi þeirra á málinu, sem og stjórn Farice en þangað var einnig leitað liðsinnis við verkefnið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert