Vonskuveður? Hvað er það?

mbl.is/Kristinn

Vonskuveður er á leiðinni upp að landinu suðvestanverðu eins og mbl.is hefur fjallað um og verður komið þangað í hádeginu á morgun samkvæmt Veðurstofu Íslands og gengur síðan yfir landið. Lægðin sem veldur veðrinu fer á milli Grænlands og Íslands á morgun og skil frá henni leiða af sér storm og snjókomu hér á landi.

En hvað er vonskuveður? Að sögn Trausta Jónssonar veðurfræðings er um að ræða almennt hugtak yfir mikinn vind samhliða mikilli úrkomu sem gæti bæði verið rigning og snjókoma. „Veður sem getur truflað samgöngur og truflað fólk í daglegum athöfnum.“

Eins og áður segir mun vonskuveðrið lýsa sér í stormi hér á landi. Skilgreiningin á stormi er eftirfarandi samkvæmt umfjöllun eftir Trausta á vef Veðurstofunnar: „Lítilsháttar skemmdir á mannvirkjum. Varla hægt að ráða sér á bersvæði. Glórulaus bylur ef snjóar.“

Frétt mbl.is: Vonskuveðrið á leiðinni „í beinni“

Frétt mbl.is: Ofsaveður? Hvað er nú það?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert