Aðstoða við rýmingu húsa

Vond færð er víða um land vegna óveðursins.
Vond færð er víða um land vegna óveðursins. mbl.is/Ómar Óskarsson

Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út víða vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Á Patreksfirði aðstoðar sveitin við rýmingu húsa í bænum vegna ofanflóðahættu auk þess sem fjöldi vegfarenda er í vanda í Mikladal. Þar er nú slæmt veður og lítið skyggni. Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði var kölluð út vegna báts sem var að sökkva í slippnum og á Akranesi var þakkantur að fjúka af húsi, samkvæmt upplýsingum frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna snjóflóðahættu og reitur 4 rýmdur.

Sveitir fyrir austan fjall og af höfuðborgarsvæðinu eru enn að störfum en fyrr í dag var Hellisheiði, Þrengslum og Sandskeiði lokað. Nú hefur Mosfellsheiði einnig verið lokað og þar aðstoða björgunarsveitir ökumenn sem og á Bláfjallavegi.

Frétt mbl.is: Ekkert ferðaveður

Lokað er um Hafn­ar­fjall, Sand­skeið, Hell­is­heiði og Þrengsli en opið er um Suður­stranda­veg en þar er óveður. Lokað er um Mos­fells­heiði, seg­ir í til­kynn­ingu frá Vega­gerðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert