Hleypt inn í hollum á sýninguna

Fjölmiðlafólk horfir á 10 myndbandsverk eftir Andrew Thomas Huang sem …
Fjölmiðlafólk horfir á 10 myndbandsverk eftir Andrew Thomas Huang sem MoMA pantaði sérstaklega fyrir sýninguna, við lagið Black Lake, sem tekið var á Íslandi í fyrrasumar. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Fjölmiðlafólk þyrptist að nútímalistasafninu MoMA í New York í gærmorgun til að kynna sér sýningu Bjarkar Guðmundsdóttur sem opnuð verður þar um helgina. Gestum var hleypt inn í hollum að skoða hluta þessarar yfirgripsmiklu sýningar, sem hverfist um tónlist Bjarkar og samstarf hennar við ólíka listamenn við gerð laganna, hljómplatna, myndbanda og annarra verka í tengslum við tónlistina.

Björk birtist stuttlega á kynningunni, í rökkvuðum kvikmyndasal, þegar frumflutt var myndbandsverk við lag hennar Black Lake, sem MoMA pantaði sérstaklega af henni og var kvikmyndað í hraunhelli á Suðurlandinu í fyrrasumar. Var hún klædd kjól í kaktuslíki og flutti stutta tölu fyrir fréttamenn. Hún kvaðst þakklát sýningarstjóranum, Klaus Biesenbach, fyrir að hafa sannfært sig um að setja upp þessa sýningu. „Þetta hefur verið langt og gefandi ferðalag í samstarfi við fjölda góðs fólks,“ sagði Björk áður en sýning verksins hófst á tveimur stórum skjám og var tónlistinni varpað úr fjölda hátalara þar sem hlýða mátti á hverja hljóðrás fyrir sig.

„Við höfum fylgst lengi með Björk og verkum hennar. Hún er hinn fullkomni samstarfslistamaður, hún snertir fólk á áhrifaríkan hátt með list sinni og vinnur ætíð með hæfileikaríkum listamönnum í ýmsum greinum,“ sagði Biesenbach á blaðamannafundi sem nær 300 gestir sóttu.

Í þeim hluta sýningar Bjarkar í MoMa sem kallast Songlines …
Í þeim hluta sýningar Bjarkar í MoMa sem kallast Songlines geta gestir ferðast með sögumann í eyrum, Margrét Vilhjálmsdóttur leikkonu, milli hljómplatna Bjarkar og skoðað búninga sem hún hefur klæðst á hverjum tíma, ýmsa listmuni tengdar plötunum og litið á dagbækur hennar og texta. Hér má sjá ljósmyndina sem var á smáskífunni Bachelorette árið 1997 mbl.is/Einar Falur Ingólfsson
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert