Rannsaka villandi lækningaloforð

Zappkit samanstendur af snjallsímaforriti, magnara og rafskautum. Það er sagt …
Zappkit samanstendur af snjallsímaforriti, magnara og rafskautum. Það er sagt geta haft áhrif á allt frá andremmu, til alnæmis, ebólu og krabbameins. Af vefsíðunni Zappkit.com

Neytendastofa ætlar að rannsaka ábendingar um tækið Zappkit og fleiri um vörur sem haldið er ranglega fram að geti læknað sjúkleika. Slíkt telst í öllum tilfellum villandi viðskiptahættir, að sögn sviðsstjóra neytendaréttarsviðs Neytendastofu.

Mbl.is skrifaði um Zappkit í desember en það er, í reynd, selt af fyrirtækinu Allt hitt fyrir heilsuna í Hafnarfirði. Það byggir á þeim falsvísindum að hægt sé að hafa áhrif á sjúkdóma með því að senda rafsegulbylgjur með sömu eigintíðni á þá. Sjúkdómarnir sem tækið er sagt eiga að vinna gegn eru meðal annars lifrarbólga C, ebóla og ýmis konar krabbamein. Annar eigandi fyrirtækisins sást á myndbandi sem tekið var um með falinni myndavél bjóða dauðvona sjúklingi tækið til sölu í Kastljósi í gær.

Þá sagði fulltrúi Neytendastofu að ábendingar um tækið og fleiri vörur sem markaðsettar væru sem lækningartæki yrðu teknar til skoðunar með tilliti til þess hvort að um villandi markaðssetningu væri að ræða.

Þórunn Anna Árnadóttir, sviðsstjóri neytendaréttarsviðs Neytendastofu, segist gera ráð fyrir að stofnunin muni skoða þessi mál en skoðun hafi ekki verið farin af stað. Að halda því ranglega fram að vara geti læknað sjúkleika, röskun á líffærastarfsemi eða vansköpun teljist í öllum tilvikum villandi viðskiptahættir.

Fyrri fréttir mbl.is

Bjóða app gegn ebólu

Meta fyrirvara hverju sinni

Zappkit „ævintýraleg vitleysa“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert