Þriðjungur færi af bótum

Frumvarpið á að lækka útgjöld um 100-150 milljónir á ári.
Frumvarpið á að lækka útgjöld um 100-150 milljónir á ári. mbl.is/Ómar

Talið er að þriðjungur þeirra sem þiggja fjárhagsaðstoð frá sveitarfélögunum vegna atvinnuleysis og slæmrar fjárhagsstöðu hverfi af bótunum verði settar skýrari reglur um þær og þess krafist að þeir verði virkir í atvinnuleit.

Í frumvarpi velferðarráðherra um breytingar á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaganna, sem nú er til meðferðar í velferðarnefnd, kemur m.a. fram að skerða á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna til þeirra viðtakenda hennar sem eru vinnufærir en ekki virkir í atvinnuleit.

Samband íslenskra sveitarfélaga fagnar frumvarpinu og hvetur til þess að það verði afgreitt á yfirstandandi þingi, að því er fram kemur í fréttaskýringu í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert