Vonskuveðrið nálgast landið

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. mbl.is/Árni Sæberg

Vonskuveðrið sem nálgast landið mun koma upp að því suðvestanverðu á hádegi í dag og fara síðan yfir landið. Lægðin sem veldur því hefur verið að færast í átt að Ísland frá Nýfundnalandi frá því í gær og fer hún á milli landsins og Grænlands.

Fram kemur á vef Veðurstofunnar að á búist sé við stormi á landinu í dag sem er afleiðing af lægðinni og yfir 20 metrum á sekúndu. Áfram verði suðvestan hvassviðri og jafnvel stormur með éljum í nótt og á morgun.

Veðurspáin næsta sólarhringinn gerir ráð fyrir suðvestan 18-25 m/s sunnan- og vestanlands í kringum hádegið með snjókomu í fyrstu en síðar rigningu eða slyddu á láglendi. Talsverð úrkoma verði um landið sunnan- og suðaustanvert. Hægari vindur norðan- og norðaustanlands en suðaustan 15-23 m/s þar til seint í dag og snjókoma eða slydda á köflum.

Það dregur síðan úr vindi og úrkomu um tíma í kvöld og hiti verður þá 0 til 6 stig. Suðvestan 13-23 í nótt og á morgun og éljagangur, en yfirleitt þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti kringum frostmark.

Frétt mbl.is: Vonskuveður? Hvað er það?

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert