Litar hárin á efrivör með augnskugga

Alda Villiljós mun lita hárin á efrivör í Mottumars.
Alda Villiljós mun lita hárin á efrivör í Mottumars.

Óhætt er að segja að Mottumars hafi byrjað vel en þegar þetta er skrifað hafa 1.379.468 krónur safnast. Mottumars er áttaksverkefni Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá karlmönnum. Árlega greinast um 750 karlmenn með krabbamein á Íslandi.

Fjölmargir einstaklingar og lið hafa skráð sig í keppni Mottumars sem snýst um að safna áheitum. Einn keppendanna er Alda Villiljós sem hyggst lita sín ljósu hár á efri vör í tilefni Mottumars.

„Ég er ekki með bestu hormónastarfsemina fyrir skeggsöfnun, en ég mun lita þau litlu og ljósu hár sem ég er með í ýmsum litum fyrir mottumars - því fleiri áheit, því skemmtilegri og meira áberandi litir!“ segir á söfnunarsíðu Öldu.

Í samtali við mbl.is segist Alda hafa tekið þátt í Mottumars einu sinni áður. „En þá teiknaði ég bara á mig smá yfirvaraskegg og setti mynd inni. Nú má segja að ég taki þetta einu skrefi lengra.“

Alda ætlar að nota augnskugga til þess að lita hárin og var byrjað á brúnum lit. „Ég ætla síðan að nota allskonar liti. Með því að nota augnskugga er hægt að nota hvaða lit sem er,“ segir Alda.

Markmið söfnunar Öldu er að safna 30.000 krónum. „Ég er allavega bjartsýnt á að það takist, ég vona það allavega.“

Hér má styrkja söfnun Öldu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert