Heimanám umdeilt

Nemendur í 9. bekk nota að meðaltali 45 mínútur daglega í heimanám og nemendur í 7. bekk verja 24 mínútum daglega í slíka iðju. Flestir nemendur á yngsta stigi grunnskóla eru ánægðir með að fá heimanám, en vildu gjarnan fá að hafa meira um verkefnin að segja. Tæplega tveir þriðju foreldra yngstu barnanna telja heimanám þeirra ganga vel og að það verði til þess að skapa jákvæðar stundir á heimilinu, en foreldrar eldri barna segja frekar að heimanámið valdi álagi á heimilislífi. Þá finnst sumum foreldrum heimanám auka á mismunun nemenda.

Þetta er meðal þess sem fram kemur í tveimur nýjum rannsóknum sem gerðar voru við menntavísindasvið Háskóla Íslands, þar sem heimanám grunnskólanemenda var rannsakað frá mörgum sjónarhornum. Höfundar rannsóknanna segja nauðsyn að marka stefnu í þessum efnum. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert