Mennirnir eru ágætlega haldnir

Einn björgunarmanna, Stephan Mantler, tók þessar myndir af leiðangrinum fyrir …
Einn björgunarmanna, Stephan Mantler, tók þessar myndir af leiðangrinum fyrir skömmu. Ljósmyndari/Stephan Mantler

Leiðangur björgunarmanna inn á Vatnajökul til að bjarga tveimur gönguskíðamönnum gengur hægt, bæði vegna veðurs og færðar. Tveir hópar eru á leið á vettvang, annar frá suðri og hinn frá austri. Sá fyrri á um 30 km eftir en sá síðari um 50 km.

Að sögn Friðriks Jónasar Friðrikssonar, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar, er arfavitlaust veður á jöklinum og skyggni ekkert. Mennirnir eru um 35 km inni á jöklinum, beint ofan Skálafellsjökuls.

Björgunarsveitirnar voru síðast í sambandi við mennina um kl. 12.30, en þá var ákveðið að þeir myndu láta heyra í sér aftur klukkan 16. Friðrik segir þó mögulegt að fyrri leiðangur björgunarmanna komist á vettvang um það leyti.

Mennirnir sögðust í hádeginu hafa það gott, þeir væru búnir að koma sér fyrir í fönn og væru ekki orðnir kaldir.

Friðrik segir björgunarhópana tvo telja 50-60 menn, þrjá snjóbíla og 15 jeppa.

Neituðu að koma til byggða

Arfavitlaust veður er á jöklinum og skyggni lítið sem ekkert.
Arfavitlaust veður er á jöklinum og skyggni lítið sem ekkert. Ljósmynd/Stephan Mantler
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert