Það var „mjög þungt færi“

Leiðinaveður var á Vatnajökli í dag.
Leiðinaveður var á Vatnajökli í dag. Ljósmynd/Stephan Mantler

„Það er mjög þungt færi á okkur. Við mjökumst bara 0,5 kílómetra,“ segir einn af björgunarsveitarmönnunum sem sóttu í dag tvo gönguskíðamenn á Vatnajökul í myndbandi sem Landsbjörg birti á facebooksíðu sinni í dag.

Vonskuveður var á vettvangi, lítið skyggni og færðin afar þung, eins og sést vel í myndbandinu.

Ferðamennirnir tveir óskuðu aðstoðar björgunarsveita í morgun. Þeir neituðu að fara með björg­un­ar­sveit­ar­mönn­um til byggða á þriðju­dag þegar einn fé­lagi þeirra var sótt­ur veik­ur á jök­ul­inn.

Björgunarsveitarmennirnir lögðu af stað í morgun, um tíuleytið, og fundu mennina um klukkan fimm síðdegis í dag. Þeir voru þá í ágætu ástandi, bæði líkamlega og andlega, að sögn Friðriks Jónasar Friðrikssonar, formanns Björgunarfélags Hornafjarðar.

Ann­ar hóp­ur björg­un­ar­manna, sem kom að aust­an, var kom­inn að jök­ul­rót­um þegar mennirn­ir fund­ust og sneri því við.

Frétt mbl.is: Fundnir og á leið til byggða

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert