Tveir útaf á Reykjanesbraut

Mikil ófærð er á höfuðborgarsvæðinu.
Mikil ófærð er á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Fjöldi ökumanna sitja nú fastir á Reykjanesbrautinni, en henni hefur verið lokað vegna ófærðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Suðurnesjum hafa tveir ökumenn keyrt útaf, en engin slys hafa orðið á fólki.

Björgunarsveitir eru nú á svæðinu og aðstoða ökumenn. Að sögn lögreglu eru um 30 björgunarsveitarmenn við störf þessa stundina, en þeim fer fjölgandi. 

Ekki er ljóst hvenær brautin verður opnuð að nýju, en lögregla fylgist grannt með veðri og tekur stöðuna.

Eins og komið hefur fram er brýnt fyrir ökumönnum að fara varlega í umferðinni, og fólk sem ekki þarf að vera á ferðinni hvatt til að halda sig innandyra.

Lokanir víða um land

Búið er að loka veginum um Reykjanesbraut, Hellisheiði, Sandskeið, Þrengsli, Hafnarfjall, Kjalarnes og Mosfellsheiði. þungfært er á Krísuvíkurvegi. Á suðurlandi en er þæfingsfærð með skafrenningi frá Þjórsá að Hvolsvelli einnig efst á Landvegi. Óveður er undir Ingólfsfjalli og undir Eyjafjöllum.

Á Vesturlandi er versnandi veður og mikið um snjóþekju, hálku með éljagangi og skafrenningi. Ófært er á Bröttubrekku og hálka og stórhríð á Holtavörðuheiði. Ófært er á Mýrunum en Þæfingsfærð með skafrenningi er í Staðarsveit og á Búlandshöfða. Ófært er á Fróðárheiði. Ófært er norðan megin í Hvalfirðinum.

Á Vestfjörðum er víða hálka og snjóþekja og skafrenningur. Ófært og stórhríð er á Hálfdáni, Mikladal og Kleifaheiði. Það er hálka, snjóþekja eða hálkublettir á Norðurlandi. Á Austurlandi eru hálkublettir. Hálka eða snjóþekja er með suðausturströndinni og sumstaðar éljar.

Frá Reykja­nes­braut­inni þar sem allt er stopp.
Frá Reykja­nes­braut­inni þar sem allt er stopp. Ljósmynd/Óskar Kristófer
Óveður er víða.
Óveður er víða. mbl.is/Kristinn Ingvarsson
Víða eru ökumenn í vandræðum.
Víða eru ökumenn í vandræðum. Ljósmynd/Ívar Örn Lárusson
Brýnt er fyrir ökumönnum að fara varlega í umferðinni.
Brýnt er fyrir ökumönnum að fara varlega í umferðinni. mbl.is/Ingileif Friðriksdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert