Greiðfært víðast hvar á landinu

Vegir eru að mestu greiðfærir á Suður- og Suðvesturlandi samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni og einnig á Vesturlandi en hálkublettir eru þó í Borgarfirði, á Holtavörðuheiði og í Dölunum en snjóþekja á Bröttubrekku og Laxárdalsheiði.

Greiðfært er að mestu á láglendi á Vestfjörðum en eitthvað um hálkubletti eða snjóþekju á fjallvegum. Þæfingsfærð er frá Bjarnarfirði og norður í Reykjarfjörð á Ströndum. Vatn flæðir yfir þjóðveg 60 í Reykhólasveit og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát.

Á Norðurlandi eru vegir að mestu greiðfærir en hálkublettir eru á Öxnadalsheiði. Varað er við grjóthruni í Mánárskriðum og eru vegfarendur beðnir um að sýna aðgát. Greiðfært er á Austur- og Suðausturlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert