Gengur á með dimmum éljum

Það mun ganga á með dimmum éljum sunnan- og vestanlands …
Það mun ganga á með dimmum éljum sunnan- og vestanlands næsta sólahringinn. mbl.is/Ómar

Vindur eykst aðeins í nótt og verður hann á bilinu 10 til 15 m/s suðvestan næsta sólahringinn sunnan- og vestanlands en minni um norðanvert og austanvert landið.

Samkvæmt upplýsingum frá Birtu Líf Kristinsdóttur, veðurfræðingi hjá Veðurstofu Íslands, mun ganga á með dimmum éljum næsta sólahringinn á sunnan- og vestanverðu landinu en nokkuð bjart verður norðan og austan til. 

Á vef Veðurstofu Íslands segir að næsta sólahringinn verði suðvestan 8-13 m/s og éljagangur, en heldur hægari og bjartviðri norðaustan- og austanlands. Suðvestan 8-15 á morgun og él sunnan- og vestantil, hvassast við ströndina, en heldur hægari um landið norðaustanvert og stöku él. Hiti kringum frostmark, en frost 1 til 6 stig í innsveitum.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Á laugardag:
Suðvestlæg átt 5-13 m/s og dálítil él, en bjartviðri austanlands. Hægari vindur síðdegis. Frost 0 til 6 stig, en sums staðar frostlaust við sjávarsíðuna yfir daginn.

Á sunnudag:
Norðaustan 8-15 m/s um landið NV-vert, en annars hægari vindur. Víða snjókoma eða él. Frost 0 til 6 stig, en hiti um frostmark sunnan til.

Á mánudag:
Norðaustlæg átt 5-13 m/s og snjókoma eða él, en léttir til SV- og V-lands. Kólnandi veður.

Á þriðjudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og dálítil él á stöku stað. Vaxandi norðvestanátt NA-til undir kvöld. Kalt í veðri.

Á miðvikudag:
Fremur hæg norðlæg eða breytileg átt og víða bjart, en stíf norðvestanátt og él NA-lands. Kalt í veðri.

Á fimmtudag:
Vaxandi austanátt með snjókomu, en síðar rigningu eða slyddu. Hlýnandi veður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert