Hissa á framgöngu saksóknarans

Hafsteinn Pálsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, furðar sig á framgöngu franska saksóknarans Brice Robin vegna brotlendingar flugvélar Germanwings í Frakklandi í vikunni. Ekki sé venjan að upplýsa um þau gögn sem fyrir liggi fyrr en að rannsókn sé lokið. 

Að sögn Hafsteins þurfa íslenskir flugmenn að gangast undir læknisskoðun einu sinni á ári þar sem þeir séu spurðir um andlega líðan en að erfitt sé að koma í veg fyrir að einhverju sé leynt í slíkum viðtölum. Þá hafi komið á óvart hversu fljótt íslensku flugfélögin brugðust við í kjölfar frétta af því hvernig atburðarásin virðist hafa verið í í flugstjórnarklefa vélar Germanwings.

mbl.is ræddi við Hafstein fyrr í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert