Ný rennibraut í Árbæjarlaug

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, tekur formlega í notkun nýja rennibraut í Árbæjarlaug á morgun. „Athöfnin verður stutt, hnitmiðuð og hraðskreið, en borgarstjóri ætlar að samgleðjast með ungu fólki á öllum aldri sem beðið hefur nýju brautarinnar með óþreyju,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg.

Nýja brautin er endurnýjun eldri brautar og er hún byggð ofan á burðarvirkið sem fyrir var með minniháttar breytingum. Yfirborð nýju brautarinnar er mun betra en eldri brautar. Hún er yfirbyggð með gagnsæju efni sem styrkir upplifun notenda af hraðanum, segir í frétt borgarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert