Fannst látinn í íbúð sinni

Rúmlega fertugur karlmaður fannst látinn í íbúð sinni í fjölbýlishúsi í Reykjavík í gær, föstudag. Talið er að maðurinn hafi verið látinn í allt að tvo mánuði áður en hann fannst.

Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð að húsinu í gær. Þá hafði aðstandandi mannsins farið inn í íbúð hans og fundið hann þar látinn. Ekki er talið að dauða mannsins hafi borið að með saknæmum hætti. Hann bjó einn í íbúðinni.

Nágrannar mannsins höfðu samband við systkini hans eftir að lykt tók að berast úr íbúðinni. Þá hafði jafnframt safnast töluvert magn af pósti fyrir í póstkassa hans.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Stöð 2 að það væri sjaldgæft að mál eins og þetta kæmi upp, þar sem fólk hafi legið í langan tíma látið í heimahúsi áður en það finnst.

Frétt Vísis

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert