Grasvellir líta mun betur út en í fyrra

Sveppasýking hrjáir Laugardalsvöll sem stendur.
Sveppasýking hrjáir Laugardalsvöll sem stendur. mbl.is/Golli

Knattspyrnu- og golfvellir koma almennt mun betur undan vetri í ár en í fyrra þegar gras kól víða. Ef ekki verður slæmt páskahret má búast við að vellirnir taki snemma við sér í ár.

Þrátt fyrir að útlitið sé um margt betra en í fyrra hrjáir sveppasýking þjóðarleikvanginn, Laugardalsvöll.

„Ástandið á vellinum er slæmt eins og er út af sveppasýkingu en við erum búnir að eitra fyrir sveppina. Sýkta svæðið er kannski 30-40% af vellinum og grasið þar er að öllum líkindum dautt núna,“ segir Kristinn V. Jóhannsson, vallarvörður á Laugardalsvelli. Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir hann, að almennt sé ástand grasvalla mun betra en í fyrra.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert