Hætta á að laust bjarg falli í sjó fram

Eins og sjá má er stærðarinnar bjarg að losna frá …
Eins og sjá má er stærðarinnar bjarg að losna frá klettunum við Ketu á Skaga. Ljósmynd/Lögreglan á Sauðárkróki

Lögreglan á Sauðárkróki varar við miklum sprungum sem myndast hafa í Ketubjörgum í Syðri-Bjargavík á Skaga.

Lögreglan hefur girt svæðið af og er allur aðgangur bannaður af öryggisástæðum, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Málið kom til umfjöllunar í byggðaráði Skagafjarðar sl. fimmtudag og vakin var athygli á þessu á vef sveitarfélagsins en þarna er vinsæll útsýnisstaður ferðamanna yfir björgin og út á Skagafjörðinn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert