Koma með sveitina í borgina

Áhorfendur fylgdust spenntir með fagmönnunum etja að kappi.
Áhorfendur fylgdust spenntir með fagmönnunum etja að kappi. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Sauðfjárbændur halda um helgina aðalfund sinn og árshátíð í Reykjavík og í dag kepptu þaulvanir rúningsmenn um Gullklippurnar svokölluðu, sem veittar eru þeim sem rýir með glæsibrag, eftir því sem segir í fréttatilkynningu. Má því segja að bændurnir komi með sveit í borg og sýna borgarbúum handtökin. 

Stendur rúningskeppnin nú yfir á Kex Hostel og smellti ljósmyndari mbl.is af meðfylgjandi mynd af viðburðinum. 

Árshátíðin verður svo haldin í kvöld í Súlnasalnum klukkan 19. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert