Ökumaðurinn gaf sig fram

Stórhríð og mikil hálka var á heiðinni er áreksturinn varð. …
Stórhríð og mikil hálka var á heiðinni er áreksturinn varð. Mynd úr safni. mbl.is/Sigurður Ægisson

Öku­maður sem ók bif­reið sinni af vett­vangi eft­ir 10 bíla árekst­ur í blind­byl norðan við Bisk­ups­beygju á Holta­vörðuheiði rétt fyr­ir klukk­an fimm í gær hefur gefið sig fram. 

Lýsti lögreglan á Vesturlandi eftir bifreiðinni í gærkvöldi en samkvæmt lýsingu lögreglu var hún ljós­græn fólksbif­reið, senni­lega Su­baru, sem ekið var norður. Stór­hríð og mik­il hálka var á heiðinni er áreksturinn varð. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi gaf ökumaður bifreiðarinnar sig fram við lögreglu fyrr í morgun og verður hlutdeild hans í árekstrinum skoðuð.

All­ir bíl­arn­ir sem lentu í árekstrinum í gær voru á norður­leið og er helm­ing­ur þeirra óöku­hæf­ur. Minniháttar slys urðu á fólki.

Ók af vettvangi á Holtavörðuheiði

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert