Ræðir við Landsbankann

Innan skamms mun merki Sparisjóðsins hverfa utan af Bárustíg 15 …
Innan skamms mun merki Sparisjóðsins hverfa utan af Bárustíg 15 og merki Landsbankans koma í staðinn. Ljósmynd/Eyjafréttir

Stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja (SV) á nú í viðræðum við Landsbankann um samruna. Viðræðurnar halda áfram í dag, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Fjármálaeftirlitið gaf stjórn SV frest til kl. 16.00 í gær til að koma með áætlun um hvernig styrkja mætti eiginfjárgrunn sparisjóðsins. Talsmenn SV mættu með þrjár tillögur.

Sú fyrsta gekk út á að bæta eiginfjárstöðu sjóðsins meðal annars með aðkomu erlends eignarhalds. Hún var ekki talin áreiðanleg og var því hafnað af Fjármálaeftirlitinu. Þá var lögð fram tillaga um að ganga til samninga við Landsbankann um samruna og er nú unnið eftir henni, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert