Sækir slasaðan sjómann

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, fór í loftið nú rétt fyrir klukkan þrjú til að sækja slasaðan sjómann til Djúpavíkur á Ströndum. Hinn slasaði er ekki í lífshættu, en það var engu að síður mat þyrlulæknis að nauðsynlegt væri að sækja manninn, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.

Áætlað er að þyrlan verði komin á vettvang innan klukkustundar. Veðuraðstæður á staðnum eru ágætar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert