Skíðasvæðin víða opin í dag

Landsmenn ættu að komast á skíði í dag.
Landsmenn ættu að komast á skíði í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fallegt veður er víða um land í dag og má finna skíðasvæði í flestum landshlutum sem verða með opið. Í Bláfjöllum verður opið frá 10-17 í dag. Unglingameistaramót veður þó í gangi, svo að Kóngsgilið og æfingabrekkan verða lokuð fyrir almenning. Þá fer fram Bláfjallagangan í dag og er hægt að skrá sig til klukkan 14.

Opið verður einnig í Skálafelli frá 10-17. Þar er veðrið nú sagt vera gott með stöku snjóél, fimm stiga frost og lítinn vind.

Í Hlíðarfjalli á Akureyri er stefnt að því aðopna klukkan 10 og hafa opið til klukkan 20. Er nú vindurinn 5-7 m/s og þriggja stiga frost. Opnar Stromplyfta klukkan 12 í dag.

Skíðasvæðið á Siglufirði verður í dag opið frá 10-16. Er veðrið nú þannig að það er þriggja stiga frost og léttskýjað. Vindurinn er á bilinu 2-7 m/s. 

Skíðasvæði Ísafjarðarbæjar er opið í dag frá 10-16. Einnig verður troðin verður 3,3 km gönguskíðabraut.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert