Vegagerðin varar við hálku

Hálka er á Hellisheiði.
Hálka er á Hellisheiði. mbl.is/Malín Brand

Töluverð hálka er á vegum landsins í dag. Vegagerðin varar við hálku á Hellisheiðinni og í Þrengslunum og bendir á að hálka eða snjóþekja sé á flestum vegum á Suðurlandi. Þá eru hálkublettir á Reykjanesbraut og hált á köflum á Suðurnesjum.

Á Vesturlandi er einnig víða hálka eða snjóþekja. Þæfingur er á Vatnaleið og snjóþekja á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.

Á Vestfjörðum er víða snjóþekja eða hálka. Er Steingrímsfjarðarheiði ófær og Þröskuldar þungfærir. 

Á Norðurlandi eru vegir víða í hálku eða snjóþekju. Snjóþekja er á Þverárfjalli og Vatnsskarði. Skafrenningur er á Öxnadalsheiði.

Hálkublettir eru yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi og eins á Fjarðarheiði og Oddskarði. Vegir eru annars greiðfærir á Austurlandi - og á Suðausturlandi vestur í Öræfi, en þaðan til Selfoss er hálka og eitthvað um snjóþekju við Vík

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert