Sumartími tók yfir í nótt

AFP

Sumartími var tekinn upp í Evrópu í nótt og er nú tímamunurinn á milli Íslands og meginlandsins tvær klukkustundir. Verður það svo fram til síðasta sunnudagsins í október þegar klukkunni verður seinkað um eina klukkustund.

Eftir þessa breytingu verður tveggja klukkustunda munur á Íslandi og meginlandi Evrópu og klukkutíma munur á Íslandi og Bretlandseyjum.

Venj­an er að sum­ar­tími sé tek­inn upp aðfaranótt síðasta sunnu­dags­ins í mars, en lönd Evrópu­sam­bands­ins ákváðu árið 1996 að miðað yrði við þá daga. Ísland er eina Evr­ópu­landið sem ekki tek­ur upp sum­ar­tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert