Grunur um salmonellu hjá Reykjagarði

Grunur leikur á salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði
Grunur leikur á salmonellu í kjúklingi frá Reykjagarði mbl.is/Árni Sæberg

Í reglubundnu eftirliti með salmonellu í kjúklingaslátrun liggur fyrir rökstuddur grunur um að salmonella hafi greinst í einum kjúklingahópi Reykjagarðs hf.

Sýnin eru enn í greiningu hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og verða send til staðfestingar á sýkladeild Landspítalans.

Fyrirtækið hefur nú þegar hafið innköllun afurða með rekjanleikanúmerið 001-15-08-1-01. Neytendur sem hafa keypt kjúklinga með þessu rekjanleikanúmeri eru beðnir að skila inn vörunni þangað sem hún var keypt eða til Reykjagarðs, Fosshálsi 1, 110 Reykjavík.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert