Haraldur Briem lætur af störfum

Haraldur Briem sóttvarnalæknir.
Haraldur Briem sóttvarnalæknir. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Haraldur Briem sóttvarnalæknir lætur af störfum í haust en hann hefur sinnt starfinu í átján ár. Starfið var auglýst til umsóknar um helgina og verður ráðið í það frá 1. september. Haraldur verður sjötugur í sumar. 

Í auglýsingu segir að embætti landlæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn ráðherra. Við embættið skal starfa sóttvarnalæknir sem ber ábyrgð á sóttvörnum.

Umsækjandi um stöðu sóttvarnarlæknis skal hafa sérfræðimenntun í læknisfræði, þekkingu á smitsjúkdómum og faraldsfræði þeirra og stjórnunarreynslur. Leitað er að einstaklingi með góða samskipta- og leiðtogahæfileika.

Hér má sjá auglýsinguna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert