Logn og heiðskírt í Bláfjöllum

Færið í Bláfjöllum um helgina þótti einstaklega gott.
Færið í Bláfjöllum um helgina þótti einstaklega gott. Eggert Jóhannesson

Veðrið lék við skíðaiðkendur í Bláfjöllum um helgina og þótti færið einstaklega gott. Á tíunda tímanum í morgun var heiðskírt, tíu stiga frost  og norðnorðaustan 4 m/sek og því lítur allt út fyrir að skíðafólk geti skemmt sér vel í fjallinu í dag. 

Páskafrí eru hafin í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og má því reikna með að einhverjir nýti fríið í að skella sér á skíði. 

Þrátt fyrir gott færi um helgina var aðsóknin ekki mjög mikil. Í heildina komu rúmlega þrjú þúsund manns á skíði en að sögn rekstrarstjóra Bláfjalla þætti starfsfólkinu eðlilegt að um helmingi fleiri hefðu komið í fjallið á dögum sem þessum. 

„Þetta er algjörlega óskiljanlegt, þetta var miklu minna en við áttum von á,“ segir Einar Bjarnason. Hann segir helgina þó hafa verið meiriháttar. „Við fengum púðursnjó báðar næturnar. Nú er blankalogn, snjór og heiðskírt.“

Um 150 keppendur á Unglingameistaramóti Íslands á skíðum voru í fjallinu í helgina og lýkur mótinu í dag.

Heimasíða Bláfjalla

Þessi mynd var tekin kl. 9.30 í morgun.
Þessi mynd var tekin kl. 9.30 í morgun. Úr vefmyndavél í Bláfjöllum.
Páskafrí eru hafin í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og má því …
Páskafrí eru hafin í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og má því reikna með að einhverjir nýti fríið í að skella sér á skíði. Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert