Veiðigjöld hækka um rúman milljarð

Aukaveiðigjald á makríl gæti bætt um 1,5 milljörðum í ríkissjóð …
Aukaveiðigjald á makríl gæti bætt um 1,5 milljörðum í ríkissjóð á ári. mbl.is/Sigurður Bogi

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í dag frumvörp Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra um veiðigjöld og makríl. Gert er ráð fyrir að viðbótarveiðigjald á makríl muni skila ríkissjóði einum og hálfum milljarði króna á ári hverju næstu sex árin og að veiðigjöld muni hækka um rúman milljarð frá því í fyrra.

Sigurður Ingi sagði í kvöldfréttum Rúv að veiðigjöldin yrðu til næstu þriggja ára og myndu byggja á sömu lögmálum og á yfirstandandi ári. „Veiðigjöldin í ár eru í raun og veru þau sömu og þau verða næstu þrjú, hvað aðferðafræðina varðar, og síðan er það háð afkomu hvers árs hvort þau hækki eða lækki eftir atvikum,“ sagði hann.

Hann bætti við að með þessu yrðu veiðigjöldin hærri en á síðasta ári. „Varðandi næsta ár þá stefnir í að með ágætum afkomubata að veiðigjöldin verði í krónum talið nokkuð hærri en á síðasta ári. Hvað er það há fjárhæð? Brúttó gætu þetta verið 10,8 eða 10,9 milljarðar.“

Frumvarpið um makrílinn felst meðal annars í því, eins og fram kom í Morgunblaðinu í dag, að viðbótarveiðigjald verði lagt á makríl, tíu krónur á kíló. Það mun ríkissjóði aukalega 1,5 milljörðum króna miðað við 150 þúsund tonna makrílkvóta.

Frestur til að leggja fram ný þingmál, sem eiga að komast á dagskrá fyrir sumarhlé, rennur út á morgun.

Frétt mbl.is: Tvö frumvörp Eyglóar samþykkt

Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.
Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert