Ýmislegt athugavert í áliti um lekamálið

Fjallað er um fv. lögreglustjóra og ráðherra í greininni
Fjallað er um fv. lögreglustjóra og ráðherra í greininni mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Ýmislegt í skrifum umboðsmanns Alþingis um lekamálið svonefnda er athugavert og jafnvel villandi, að mati Boga Nilssonar, hæstaréttarlögmanns og ráðgjafa hjá Nordik lögfræðiþjónustu í Reykjavík.

Þetta kemur fram í grein Boga, Ákæruvaldið og „lekamál“, sem birtist í nýjasta hefti Lögmannablaðsins. Bogi fjallar þar um ákæruvaldið og rannsóknir sakamála í sögulegu samhengi, eftirlit ráðherra með framkvæmd ákæruvalds, fyrirkomulag þessara mála í nágrannalöndum og einnig hugsanlegt vanhæfi fyrrverandi lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins í lekamálinu.

Bogi er fyrrverandi rannsóknarlögreglustjóri ríkisins, ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari. Hann bendir á að það sé ríkissaksóknari, en ekki innanríkisráðherra, sem fari með æðsta vald hér á landi við rannsókn opinberra mála. Bogi vísar í álit umboðsmanns Alþingis, frá 14. maí 1998 og dóma Hæstaréttar máli sínu til stuðnings.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert