Besti dagur vetrarins í Bláfjöllum

Frá Bláfjöllum.
Frá Bláfjöllum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þetta er besti dagur vetrarins, það er ekkert vafamál,“ segir Ein­ar Bjarna­son, rekstrarstjóri Bláfjalla, en veður hefur leikið við skíðaiðkendur í Bláfjöllum í dag og þykir færið einstaklega gott.

Að sögn Einars situr fólk um allt svæðið, borðar nestið sitt og sólar sig, á milli þess sem það skíðar í fjallinu. „Þetta er bara meiriháttar og algjörlega geggjað,“ segir hann.

Þá segir hann færið „alveg upp á 120“ og allt eins og best er á kosið. Örlítill andvari sé í lofti, en varla megi sjá fánana flökta.

Opið er í fjallinu til klukkan 21 í kvöld, en að sögn Einars þarf fólk ekki að hafa skíðakunnáttu til að njóta blíðunnar. „Það þarf bara að koma og njóta þess að vera hérna úti í þessu dásamlega veðri.“

Páskafrí eru haf­in í grunn­skól­um á höfuðborg­ar­svæðinu og má því reikna með að ein­hverj­ir nýti fríið í að skella sér á skíði. 

Heimasíða Bláfjalla

Frá Bláfjöllum í gær.
Frá Bláfjöllum í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert