Færri ungar konur í fóstureyðingar

Skýrslan Aborter i Norden 2013 inniheldur einnig tölulegar upplýsingar um …
Skýrslan Aborter i Norden 2013 inniheldur einnig tölulegar upplýsingar um fæðingar á Norðurlöndunum. Á Norðurlöndunum var frjósemi íslenskra og danskra kvenna mest árið 2013. AFP

Fóstureyðingum á meðal kvenna yngri en 20 ára fer fækkandi hér á landi. Þannig gekkst 13,1 kona á hverjar 1.000 á aldrinum 15-19 ára undir fóstureyðingu á Íslandi árið 2013, en áratugi fyrr, árið 2003, voru framkvæmdar 19,2 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur í þessum sama aldurshópi.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslunni Aborter i Norden 2013 sem kom nýverið út hjá finnsku heilsu- og velferðarstofnuninni THL, og fjallað er um í Talnabrunni Landlæknis sem kom út í gær. Í skýrslunni, sem kemur út annað hvert ár, er að finna samanburð á fjölda fóstureyðinga á Norðurlöndunum fram til ársins 2013.

Eiga Norðurlöndin það sammerkt að fóstureyðingum í þessum yngsta aldurshópi fer lækkandi en norræna meðaltalið árið 2013 var 14,4. Til samanburðar voru framkvæmdar 18,7 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur yngri en 20 ára á Norðurlöndum árið 2003.

Ísland undir norrænu meðaltali

Árið 2013 voru á Íslandi framkvæmdar 12,5 fóstureyðingar á hverjar 1.000 konur á aldrinum 15-49 ára, sem er heldur lægra en hið norræna meðaltal (13,5). Fóstureyðingar voru fæstar í Finnlandi (8,7) en flestar í Svíþjóð (17,5). 

Um 78.500 fóstureyðingar voru framkvæmdar á Norðurlöndunum árið 2013, rúmlega 37.000 í Svíþjóð, 15.300 í Danmörku, 14.800 í Noregi, 10.100 í Finnlandi og 966 á Íslandi. Lítil breyting hefur orðið á samanlögðum fjölda fóstureyðinga á Norðurlöndunum undanfarin ár þó að nokkur fækkun hafi orðið í Finnlandi, Noregi og í Danmörku. Á Íslandi hefur fjöldi fóstureyðinga haldist nokkuð stöðugur.

Að því er fram kemur í skýrslunni er aldursdreifing með svipuðu sniði á öllum Norðurlöndunum. Fóstureyðingar eru algengastar meðal kvenna á aldrinum 20-24 ára og næst algengastar hjá konum á aldrinum 25-29 ára.

Íslenskar og danskar konur frjósamastar

Nokkur munur er á milli Norðurlandanna hvað varðar fjölda fóstureyðinga á hver 1.000 lifandi fædd börn. Í Finnlandi voru framkvæmdar fæstar fóstureyðingar árið 2013, 173 á hverja 1.000 lifandi fædda einstaklinga en flestar í Svíþjóð, 330 miðað við 1.000 lifandi fædda. Á Íslandi voru framkvæmdar 223 fóstureyðingar á hverja 1.000 lifandi fædda árið 2013.

Skýrslan Aborter i Norden 2013 inniheldur einnig tölulegar upplýsingar um fæðingar á Norðurlöndunum en helsti mælikvarði á frjósemi er fjöldi lifandi fæddra barna á ævi hverrar konu. Á Norðurlöndunum var frjósemi íslenskra og danskra kvenna mest árið 2013 (1,93), nokkuð meiri en í Svíþjóð (1,89), Noregi (1,78) og í Finnlandi (1,76). 

Hlutfall fóstureyðinga sem framkvæmdar eru innan 9 vikna meðgöngu á Norðurlöndunum
hefur aukist. Árið 2013 var hlutfall fóstureyðinga sem framkvæmdar voru á fyrstu vikum
meðgöngu hæst í Svíþjóð (79%) og næst hæst í Finnlandi (74,6%). Á Íslandi voru 73,4%
fóstureyðinga árið 2013 framkvæmdar innan 9 vikna meðgöngu en 20,5% eftir 9-12 vikna
meðgöngu. Fjöldi fóstureyðinga sem framkvæmdar eru eftir 12 vikna meðgöngu
hefur verið nokkuð stöðugur undirfarin ár á Norðurlöndunum.
Mismunandi skilyrði

mynd/Landlæknir
Fóstureyðingarlyf.
Fóstureyðingarlyf. Ljósmynd/Rósa Braga
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert